GLEÐI - JÁKVÆÐNI - ÆVINTÝRI

Reykjadalur er sumar- og helgardvalarstaður fyrir börn og ungmenni með fötlun. Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa vel starfseminni í Reykjadal. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast.

 

Í Reykjadal er börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar gefið tækifæri til að skapa ógleymanlegar minningar. Árlega koma um 250 einstaklingar í Reykjadal á aldrinum 8-21 árs.

Við leggjum áherslu á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum. Í Reykjadal starfar kraftmikið og hugmyndaríkt starfsfólk sem er tilbúið að taka þátt í að gera dvölina ógleymanlega.

Vináttan er mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals. Við leggjum mikla vinnu í að raða í hópa í von um að gestir okkar geti eignast vini og séu fremstir meðal jafningja.

„Reykjadalur þvílíkur staður. Það er varla hægt að lýsa því starfi sem fer fram þarna. Þvílík þjónusta og nálgun við fötluð börn. Að hjálpa þeim í að njóta sín sem best og að efla þau í átt að sjálfstæði.“ - foreldri um Reykjadal

Ekkert er ómögulegt

Í Reykjadal er hugmyndafluginu sleppt lausu og þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. Fötlun er ekki hindrun. Við finnum leiðir til að láta ævintýrin gerast.

 

Einstakt starfsfólk

Í Reykjadal starfar ungt fólk sem fyllir staðinn af orku og lífsgleði. Starfsfólkið okkar er hugmyndaríkt og hefur mikinn metnað fyrir því að gleðja gestina sem hjá okkur dvelja. 

ÞÚ GETUR TEKIÐ ÞÁTT Í AÐ SKAPA ÆVINTÝRI

© 2020 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Hýst af Wix.comTerms of Use  |   Privacy Policy