Search
  • Vinir Reykjadals

Undirbúningur fyrir sumarið í fullum gangi

Bréf til vina Reykjadals:


Kæri vinur,


Nú erum einungis rétt rúmar tvær vikur í að við tökum á móti fyrstu gestum sumarsins í Reykjadal. Undirbúningur er í fullum gangi en undanfarið hafa staðið yfir nauðsynlegar framkvæmdir á húsnæði okkar. Þökk sé stuðningssveitinni Vinum Reykjadals og öðrum velunnurum okkar getum við boðið gestum okkar upp á aðlaðandi og gott umhverfi.

Við erum smám saman að verða klár fyrir sumarið en mikilvægasti undirbúningurinn er þó eftir en það eru námskeið sem starfsfólk okkar sækir. Við erum afar stolt af þeirri þjálfun sem við veitum starfsfólki Reykjadals, sem eru 50 talsins. Við erum afskaplega heppin með starfsfólk. Við leggjum áherslu á að ráða ungt, kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem leggur sig fram við að gera sumardvölina einstaka fyrir þau börn og ungmenni sem koma til okkar.

Þú getur fylgst með undirbúningnum fyrir sumarið á Facebooksíðu Reykjadals.


Hjartans þakkir fyrir þitt mikilvæga framlag til okkar.


Kærleikskveðja,

Margrét Vala Marteinsdóttir

forstöðukona Reykjadals

14 views0 comments

Recent Posts

See All